Vörulýsing
PRM 120 Bátagír
Þessi gír er yfirhalaður og endurbyggður af upprunalegum framleiðanda – PRM verksmiðjunni í Englandi og samkvæmt orginal gæðastaðli framleiðanda fyrir nýja gíra. Þetta er einfaldir, mekanískir gírar fyrir vélar upp að 67 hp.
Gríðarlega vinsælir vegna einfaldleika, góðrar endingar og lágrar bilanatíðni.
- Niðurfærsluhlutfall 2:1 eða 2,5:1 áfram, 2,5:1 afturábak
- Mesta leyfilega afl á vél: 67 hp
- Mesti leyfilegi snúningshraði á vél 5000 RPM
- Inntaksskaft: 28.5 mm í þvermál, 10 ríla
- Úttaksflans: 102 mm í þvermál, 4 göt sem eru 10.5 mm í þvermál og 82.5 mm radíus
- Olíumagn á gírkassa: 0.8 lítrar
- Tegund olíu: Sjálfskiptingarolía (Automatic Transmission Fluid)
- Æskilegur vinnsluhiti olíu: 50-120 gráður C
- Mesti leyfilegi halli á gír: 15 gráður
- Þyngd: 16 kg