Komið þið sæl gott fólk.

Vona að allir séu hressir og kátir. Nú er kallinn búinn að fá Covid sprautu og ætlar að skella sér í
smá frí til Englands að hitta dætur og afastelpu - eftir langan aðskilnað.

Þar sem vörusendingu hefur seinkað og tómlegt á lagernum, vona ég að mér fyrirgefist að loka sjoppunni
í svona 3 vikur, þannig að síðasta daginn sem vörur verða sendar út er 26. maí.

Sendingin ætti svo að skila sér í lok júní og þá verður gaman að opna aftur.

Þakka ég kærlega fyrir skilninginn og hlakka til að heyra í ykkur þegar ég kem aftur á Frónið okkar góða.

Kveðja
Sigurður Johannesson