Skilmálar
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir
vefverslun batavorur.is
Pantanir
Við mælum með að panta í gegnum síðuna – setja vörurnar í körfu og ganga frá pöntun og greiðslu þar. Þetta flýtir fyrir og minnkar líkurnar á mistökum eða misheyrn í síma. En auðvitað er líka hægt að hringja og panta þannig, sé viðkomandi ekki í tölvusambandi og/eða hefur spurningar og vill ræða málin.
Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2-3 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Nema annars sé óskað, notum við Íslandspóst, og næsta pósthús við okkur er á Húsavík, svo pantanir eru yfirleitt sendar þaðan. En einnig er hægt að fá sent með Eimskip / Flytjanda eða Samskip. Varan er svo send á pósthús/vöruafgreiðslu flutningsaðila næst kaupanda og flutningskostnaður greiddur þar við móttöku.
Einnig er hægt að kíkja við í sveitinni hjá okkur, en best að hringja á undan sér.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vöruverði og greiðist við afhendingu vöru beint til flutningsaðila í samræmi við gjaldskrá þess flutningsaðila sem kaupandi velur, nema um annað er sérstaklega samið.
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Ef VSK reiknings er óskað, vinsamlega setjið kennitölu á pöntunina.
Vöruverð er birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan er greidd en reynist ekki til á lager, látum við kaupanda vita og sendum vöruna strax til kaupanda þegar hún er til á lager næst eða endurgreiðum kaupanda sé óskað efitir því.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi og aldrei verið notuð.
að plastumbúðir (herpt, soðin, límd) og innsigli framleiðanda séu órofin.
að allar umbúðir og fylgimunir vörunnar (snúrur, leiðbeiningar osfrv) fylgi í skilunum, séu óskemmd og í söluhæfu ástandi. Við áskiljum okkur rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt. Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.
Greiðslur
Hægt er að greiða fyrir vöru í vefverslun Bátavara með kreditkorti, debetkorti, póstkröfu eða millifærslu.
Ef óskað er að greiða með millifærslu, má sjá reiknings- og kennitölu upplýsingar í greiðsluferlinu.
Ef greitt er fyrir vöruna með kredit- eða debetkorti fer greiðslan sjálfkrafa í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
Ef greitt er með póstkröfu leggst kröfukostnaður samkv.gjaldskrá póstsins ofan á flutningskostnaðinn sem kaupandi greiðir póstinum við afhendingu vörunnar.
Annað
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. Allir sem versla hjá okkur verða skráðir sjálfkrafa á póstlistann hjá okk
Bátavörur.is hlýtir lögum númer 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Bátavörur.is leggur metnað í trúnað við viðskiptavini sína.
Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru ekki látin þriðja aðila í té.
Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.
Þegar þú skráir þig á póstlistann okkar fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.
Stundum þurfum við að fá til liðs við okkur utanaðkomandi aðila sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í sumum tilvikum þurfum við að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt svo að hann geti sent vörurnar þínar heim til þín.
Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.
Vefverslunin opinn 24/7
Bátavörur er staðsett við smábátahöfnina á Akureyri, sem í daglega tali er kölluð “Bótin”.
Sendum hvert sem er
Við sendum hvert á land sem er og kappkostum að senda vörur út daginn eftir að pöntun er móttekin.
Greiðslumöguleikar
Við bjóðum upp á kortagreiðslur og millifærslu fyrir heimsendar vörur. Einnig er hægt að staðgreiða ef vara er sótt.